Í þættinum í dag færðist hiti í mannskapinn og yfirgaf Arngrímur þáttinn þegar Halldór var í miðri "söguskýringu" sinni á upphafi verðtryggingarinnar á Íslandi. Eftir smá kælingu kom Arngrímur aftur inn í þáttinn og hélt áfram að tjá sig eins og ekkert hefði í skorist. Greinilegt er að Arngrímur er búinn að fá sig fullsaddan af áhuga- og getuleysi stjórnvalda til að taka á þeim málum sem ber hæst í umræðunni í þjóðfélaginu í dag, spillingunni og að hans mál séu enn óleyst eftir persónulegar umkvartanir hans til stjórnmálamanna í 13 ár stanslaust.