Í þessum þætti koma þeir Arngrímur Pálmason og Halldór Sigurþórsson víða við í "hringferð" sinni um stjórnsýslukerfið á Íslandi. Þeir ræða um kæru vegna Alþingiskosninganna 2013 sem þeir lögðu fram hjá 10 stofnunum, opinn fund með Brynjari Níelssyni í Valhöll þeirra Sjálfstæðismanna um síðustu helgi, lesa í niðurstöður tveggja skoðanakannana Útvarps Sögu frá sl. tveimur helgum og segja óánægju margra um þessar mundir tengast afskiptalausri spillingu Íslandi.