Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson. Eins og í fyrri þáttum er farið um víðan völl og ræddu þeir félagar m.a. um nýjar skoðanakannanir Útvarps Sögu annars vegar og Prósents fyrir Fréttablaðið hins vegar. Þessar kannanir lutu að vinsældum flokka og stjórnmálaforingja þeirra, fjölgun opinberra starfsmanna ríkis og sveitarfélaga og ýmis stjórnsýslumál.